Frá vinstri: Jósef Jósefsson eigandi TG raf, Guðmundur Hannesson, Framkvæmdastjóri Frost, Tómas Guðmundsson eigandi TG raf, Ingi Þór Reynisson eigandi TG raf, Rúnar Þór Sigursteinsson Fjármálastjóri Frost
Kælismiðjan Frost og TG raf hafa náð samkomulagi um sölu þess síðarnefnda og er hluti
kaupverðs greiddur með hlutafé í Frost. Þannig myndast breiður og sterkur eigendahópur
beggja félaga og verður samstæðan ein sú öflugasta á sviði kælitækni, rafbúnaðar og
sjálfvirkni á Íslandi.
Í yfir 30 ár hefur Kælismiðjan Frost sérhæft sig og verið í fararbroddi í kæli- og
frystitengdum iðnaði fyrir matvælaiðnaðinn með það að markmiði að skila
framleiðendum og neytendum betri nýtingu og ferskara hráefni. Á tímum mikillar þróunar
í sjálfvirkni og upplýsingatækni hefur markmið Frost síðustu fimm ár verið að byggja upp
og efla félagið á sviði rafmagns, stýringa og sjálfvirkni.
TG raf er alhliða rafverktaki sem hefur í yfir 20 ár boðið upp á faglega viðhaldsþjónustu og
breytingar í skipum ásamt þjónustu rafbúnaðar fyrir útgerðir, verksmiðjur,
byggingarverktaka og önnur fyrirtæki með yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á sviði
iðnaðar og sjálfvirkni.
Samstarf félaganna mun mynda stoðir undir enn sterkari einingu á sviði kælitækni,
rafbúnaðar og sjálfvirkni með aukinni sérþekkingu, slagkrafti og þjónustustigi við
viðskiptavini beggja félaga. Saman geta fyrirtækin boðið upp á mun víðtækari og
fjölbreyttari þjónustu á öllum sviðum starfseminnar þar sem hlúð verður að
kjarnastarfsemi beggja fyrirtækja sem stefnt er á að auka og efla til framtíðar.
Fyrr á árinu náði Frost samningi við japanska framleiðandann Yaskawa um dreifingar og
umboð á þeirra vörum á Íslandi, þar á meðal iðntölvubúnaði, hraðabreytum, robotum og
fleira sem mun styrkja Frost og TG raf í þróun og þjónustu verkefna til framtíðar.
Guðmundur Hannesson, framkvæmdastjóri Frost, mun taka við framkvæmdastjórn TG
raf en að öðru leyti mun Tómas Guðmundsson stýra starfseminni sem fyrr. Félögin munu
taka sér þann tíma sem þarf til að samþætta starfsemi beggja félaga og tryggja
viðskiptavinum bestu þjónustu áfram sem áður fyrr.
Hjá félögunum munu starfa alls 100 manns á starfstöðvum á Akureyri, Grindavík,
Garðabæ, Hafnarfirði, Selfossi og Kolding í Danmörku.
Guðmundur segir að Það er búið að vera afar ánægulegt ferli síðan í vor að kynnast
eigendum TG raf og finna að hjá þeim býr mikil reynsla og þekking sem að passar afar vel
við hugmyndafræði okkar um aukinn fókus á rafmagns og sjáfvirknisvið til að auka við
þjónustustigið hjá okkar viðskiptavinum. Að sama skapi mun reynsla og þekking Frost
nýtast viðskiptavinum TG raf.
Það er okkur tilhlökkunarefni að kynnast starfsfólki TG raf betur og efla okkur saman í
starfi segir Guðmundur.
Nánari upplýsingar veita:
Guðmundur Hannesson,
ghh@frost.is | 864 4732
Tómas Guðmundsson,
tomas@tgraf.is | 781 0001
Comments