top of page
Search

Frost handsalar sölu til Thor Landeldis


Kælismiðjan Frost hefur gengið frá samningi um sölu á öflugri varmadælulausn fyrir fiskeldi til Thor Land­eldis. 

Lausnin byggir á tækni frá PTG sem Frost hefur frábæra reynslu af í mörgum af okkar sérsniðnu lausnum.

Thor Landeldi hefur áform um upp­bygg­ingu á 20.000 tonna laxeldi í Þor­láks­höfn.



Þann 4. Júlí var fyrsta skóflu skóflustungan tekinn að fyrsta áfanganum, sem er bygging á seiðaeldistöð, við Laxa­braut 35 vest­an við Þorláks­höfn þar sem áframeldisstöð félagsins mun rísa.

Við það tilefni var sala á varmadælulausninni frá Frost handsöluð af Hákoni Hallgrímssyni Sölustjóra Frost og Jóntani Þórðarsyni einum af forsvarsmönnum Thor Landeldis.



Perfect Temperature Group (PTG) er vel þekkt fyrir framúrskarandi hönnun og framleiðslu á varmadælum fyrir bæði hitun og kælingu til fiskeldis. Varmadælurnar frá PTG eru víða í notkun við kælingu á seiðaeldi, hrognum og við slátrun og vinnslu á laxi, silungi, þorski og lúðu.

Þar að auki þróar PTG SuperHeat varmadælur sem nota CO2 sem kælimiðil. Slíkar Varmadælur eru afbragðs kostur fyrir matvælaiðnað, vinnslustöðvar, fiskeldi, sjúkrahús og fleira.


Allar lausnir sem eru hannaðar af Kælismiðjunni Frost eru sérsniðnar að þörfum viðskiptavina. Hönnuðirnir okkar vinna náið með okkar viðskiptavinum til að tryggja hámarks árangur og nýtni.

Frost leggur einnig mikla áherslu á umhverfisvænar lausnir sem aðstoða þig við að minka kolefnisspor starfsemi þinnar.

297 views

Comentarios


bottom of page